Ólundin í Þórunni Einar Sveinbjörnsson skrifar 19. desember 2006 00:01 Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun