Sport

Viljum gjarnan forðast að mæta Englendingum

Oliver Bierhoff stillir sér hér upp í myndatöku með Paule, sem er lukkudýr þýska liðsins. Bierhoff er vinstra megin á myndinni
Oliver Bierhoff stillir sér hér upp í myndatöku með Paule, sem er lukkudýr þýska liðsins. Bierhoff er vinstra megin á myndinni

Oliver Bierhoff segir að þýska liðið vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að vinna lokaleik sinn í A-riðlinum gegn Ekvador, því ef liðið hafnar í öðru sæti síns riðils, bendir allt til þess að það muni mæta Englendingum í 16-liða úrslitum.

"Persónulega vil ég frekar mæta Svíum eða Paragvæ heldur en Englendingum, en allt stefnir í að þeir vinni riðil sinn. Á móti kemur hinsvegar að það yrði auðvitað gott fyrir sjálfstraustið í liðinu ef við næðum að slá út stórlið í 16-liða úrslitunum, svo það má líta á þetta á tvo vegu," sagði fyrrum landsliðsframherjinn.

Þjóðverjar mæta spútnikliði Ekvador á þriðjudaginn í lokaleik sínum í riðlinum og Bierhoff segir að einbeitingin í þýska hópnum sé góð og sjónir manna beinist fyrst og fremst á þann leik. "Við getum ekki gert annað en að vinna alla okkar leiki og sjá svo til eftir það," sagði Bierhoff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×