Birgir Tjörvi á villigötum 9. september 2006 17:31 Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson geystist fram á ritvöllinn nýlega og ræddi þróunaraðstoð (“Þróunaraðstoð á villigötum”, Fréttablaðið 9/9). Hann vitnar fjálglega í skýrslu einhvers Williams Easterly sem á að sanna að þróunaraðstoð sé af hinu illa. Markaðsfrelsi bjargi málunum, stuðli að efnahagsþróun fátækra ríkja. Birgi Tjörva finnst furðulegt að menn hafi ekki enn séð þetta skæra frjálshyggjuljós, af einhverjum dularfullum ástæðum trúi sumir enn því að frjáls markaður sé ekki leiðin til fullsælu fátækra ríkja. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að veruleikinn er aðeins flóknari en fínu frjálshyggjulíkönin. Þau hæfa best draumaheimi, ekki raunveruleikanum napra. Jeffrey Sachs, sem tímaritið Time telur áhrifamesta hagfræðing vorra tíma, telur þróunarðstoð bráðnauðsynlega. Til dæmis geti vestræn ríki aðstoðað Afríku við að kveða niður malaaríufaraldra en með því móti megi stórefla efnahaginn á þessum suðlægu slóðum. Annar heimsfrægur hagfræðingur, nóbelshafinn Amyarta Sen er ekki ýkja uppveðraður yfir frjálshyggjunni. Hann segir að í Keralafylkinu indverska séu menn betur menntaðir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla ríki og það þótt kommúnistar sem fylkinu stjórna hafi komið þar á hálfsósíalísku hagkerfi. Annar nóbelshafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir að chilenska tilraunin með frjálshyggju að hætti Chicagoskólans hafi misheppnast. Chile hafi fyrst farið að ganga vel efnahagslega þegar komið var á stýrðu markaðskerfi. Bæta má við að slíkt blandað hagkerfi hefur reynst afarvel víða í þróunarríkjunum. Til dæmis iðnvæddist Suður-Kórea hraðar en nokkuð annað land í sögunni en ríkið þar er mjög umsvifamikið á efnahagsviðinu þar, neyddi meðal annars einkafyrirtæki til að sameinast í risastórar samsteypur, svonefndar chabols. Kína hefur enn eins konar áætlunarkerfi í blandi við markaðshagkerfi og hefur þetta blandaða hagkerfi lyft 400.000.000 manna frá örbirgð til bjargálna. Geri aðrir betur! Fyrir tæpum áratug varð alvarleg fjármálakreppa í Austur-Asíu og Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja að Austur-Asíuríkin sem gáfu “ráðum” frjálshyggjuhag-“fræðinga” langt nef fóru miklu betur út úr kreppunni en Suður-Ameríkuríkin sem fóru eftir frjálshyggjuhandbókinni. Í lok greinarinnar flytur Birgir Tjörvi hina séríslensku lofgerðarrullu um hinn frjálsa markað. Ekki eitt orð um að hagfræðingar á borð við Stiglitz segja að markaðurinn geti einfaldlega aldrei orðið fyllilega frjáls. Ekki eitt orð um Nýja Sjáland en hagfræðingurinn John Kay segir að hinn róttæka frjálshyggjutilraun Nýsjálendingar hafi stórskaðað efnahagslífið. Ekki eitt einasta orð um þá staðreynd að hagvöxtur var meiri á Vesturlöndum á tímaskeiði ríkisafskipta(1945-1980) en á blómaskeiði frjálshyggjunnar. Ekki bofs um efnahagsvanþróun Bandaríkjanna en hagfræðingar á borð við Paul Krugman segja að meðalkani þéni nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi, fyrir daga markaðsvæðingarinnar. Hvernig ætlar Birgir Tjörvi og þessi Rannsóknarmiðstöð hans að skýra þessar staðreyndir? Höfundur er prófessor í heimspeki
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar