Körfubolti

Portland og Atlanta koma á óvart

Zach Randolph og félagar í Portland hafa komið á óvart í NBA
Zach Randolph og félagar í Portland hafa komið á óvart í NBA NordicPhotos/GettyImages

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og ekki er hægt að segja annað en að deildarkeppnin fari forvitnilega af stað, því á meðan nokkur af bestu liðum deildarinnar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun - eru minni spámenn á borð við Portland og Atlanta að koma á óvart.

Indiana lagði Orlando 93-83. Jameer Nelson skoraði 19 stig fyrir Orlando en Al Harrington skoraði 32 stig fyrir Indiana.

Denver lagði Philadelphia 108-101 og vann þar með fyrsta leik sinn í vetur, en Philadelphia hefur tapað þremur leikjum í röð. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Kyle Korver setti 23 fyrir Philadelphia.

Washington lagði Milwaukee 116-111. Gilbert Arenas setti 29 stig fyrir Washinton en Michael Redd 28 fyrir Milwaukee.

Atlanta vann fjórða leik sinn af fimm í upphafi leiktíðar þegar liðið skellti Toronto 111-102. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst fyrir Toronto.

Seattle vann Charltotte á útivelli 99-85. Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle en Emeka Okafor skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst fyrir Charlotte.

Utah skellti Boston á útivelli 107-100. Deron Williams skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar hjá Utah en Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston.

Miami vann New Jersey á útivelli 113-106 í leik sem sýndur var beint á Sýn. Dwyane Wade skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami og Udonis Haslem skoraði 28 stig. Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey.

Houston lagði New York 103-94. Yao Ming skoraði 35 stig og hirti 17 fráköst fyrir Houston en Stephon Marbury skoraði 22 stig fyrir New York.

Portland vann óvæntan útisigur á New Orleans 92-91, eftir að hafa lent mest 27 stigum undir í leiknum, þar sem Zach Randolph átti enn einn stórleikinn fyrir Portland með 31 stigi og 12 fráköstum. Peja Stojakovic skoraði 21 stig fyrir New Orleans.

Loks vann Detroit góðan útisigur á LA Lakers 97-83. Tayshaun Prince skoraði 31 stig fyrir Detroit og Kobe Bryant skoraði 19 stig fyrir Lakers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×