Körfubolti

Charlotte lagði San Antonio

NordicPhotos/GettyImages

Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte.

Cleveland vann fjórða leikinn í röð með því að skella Portland 100-87 á heimavelli. LeBron James skoraði 32 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðendingar hjá Cleveland, en Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Portland.

Orlando vann Denver 108-99. Keyon Dooling skoraði 25 stig fyrir Orlando en Carmelo Anthony var með 34 fyrir Denver.

Boston burstaði Indiana 114-88. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston en Al Harrington var með 23 hjá Indiana.

New Orleans lagði Detroit 100-99 á útivelli. Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 13 stoðendingar hjá New Orleans en Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 9 stoðendingar hjá Detroit.

New Jersey lagði Milwaukee 100-87 þrátt fyrir að vera án Richard Jefferson og þó Vince Carter væri með flensu. Jason Kidd skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir New Jersey en Mo Williams skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.

New York vann nokkuð óvæntan en auðveldan sigur á Washington á heimavelli 102-82, en aðalskorarar Washington áttu afleitan dag. Gilbert Arenas skoraði 22 stig fyrir Washinton en hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Nýliðinn Renaldo Balkman skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst hjá New York.

Sacramento lagði Memphis 115-111 þar sem Mike Bibby skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento en Chucky Atkins skoraði 27 stig fyrir Memphis.

Loks vann Philadelphia 96-90 útisigur á Seattle þar sem Allen Iverson skoraði 28 stig þrátt fyrir að hitta aðeins úr 6 af 22 skotum sínum utan af velli. Rashard Lewis var bestur hjá Seattle með 25 stig og 15 fráköst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×