Fellur ríkisstjórnin? 8. mars 2007 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun