Stöldrum við – hugsum um alvöru málsins Björn Bjarnason skrifar 17. maí 2007 06:00 Pólitísk auglýsing Jóhannesar Jónssonar kaupmanns gegn mér birtist í öllum dagblöðum föstudaginn 11. maí í því skyni að hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík suður í kosningunum daginn eftir. Meira en 80% kjósenda flokksins höfðu áskorun Jóhannesar að engu. Í fréttatíma sjónvarpsins að kvöldi 15. maí var látið að því liggja, að óvenjulegt framtak Jóhannesar mætti rekja til þess, hvernig staðið var að því að auglýsa embætti ríkissaksóknara. Þetta er alrangt. Jóhannes birti auglýsingu sína til að ófrægja embættismenn, sem hafa komið að ákærum í Baugsmálinu svonefnda, auk mín, sem á engan hlut að ákærunum. Baugsmálið var hafið, áður en ég varð dómsmálaráðherra. Til minna kasta kom haustið 2005, þegar ég setti Sigurð T. Magnússon, héraðsdómara, sérstakan saksóknara í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég síðan Rúnar Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, ríkislögreglustjóra í skattsvikamáli tengdu Baugsmönnum, en það er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild. Þegar ég setti Sigurð T. Magnússon töldu Baugsmenn mig vanhæfan og létu árangurslaust á þá skoðun sína reyna fyrir dómstólum. Í auglýsingunni gaf Jóhannes Jónsson meðal annars til kynna, að aðstoðarlögreglustjórinn í Reykjavík hefði eitthvað „á mig“ og þess vegna myndi ég skipa hann ríkissaksóknara. Þessi kenning varpar ljósi á einkennilegan hugarheim auglýsandans og síðan meginboðskapinn: Vegna auðs míns og verslunarumsvifa skal ég hafa mitt fram! Í ljósi síendurtekinna yfirlýsinga Jóhannesar um pólitískt samsæri sjálfstæðismanna gegn sér og fjölskyldu sinni kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að hann beiti auði sínum og viðskiptaáhrifum gegn stjórnmálamönnum, sem hann telur standa í vegi fyrir því, að hann geti farið öllu sínu fram. Ekkert réttarríki býr auðmönnum hins vegar eftirlitslausar aðstæður. Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta. Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli. Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína – það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“ Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Pólitísk auglýsing Jóhannesar Jónssonar kaupmanns gegn mér birtist í öllum dagblöðum föstudaginn 11. maí í því skyni að hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík suður í kosningunum daginn eftir. Meira en 80% kjósenda flokksins höfðu áskorun Jóhannesar að engu. Í fréttatíma sjónvarpsins að kvöldi 15. maí var látið að því liggja, að óvenjulegt framtak Jóhannesar mætti rekja til þess, hvernig staðið var að því að auglýsa embætti ríkissaksóknara. Þetta er alrangt. Jóhannes birti auglýsingu sína til að ófrægja embættismenn, sem hafa komið að ákærum í Baugsmálinu svonefnda, auk mín, sem á engan hlut að ákærunum. Baugsmálið var hafið, áður en ég varð dómsmálaráðherra. Til minna kasta kom haustið 2005, þegar ég setti Sigurð T. Magnússon, héraðsdómara, sérstakan saksóknara í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég síðan Rúnar Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, ríkislögreglustjóra í skattsvikamáli tengdu Baugsmönnum, en það er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild. Þegar ég setti Sigurð T. Magnússon töldu Baugsmenn mig vanhæfan og létu árangurslaust á þá skoðun sína reyna fyrir dómstólum. Í auglýsingunni gaf Jóhannes Jónsson meðal annars til kynna, að aðstoðarlögreglustjórinn í Reykjavík hefði eitthvað „á mig“ og þess vegna myndi ég skipa hann ríkissaksóknara. Þessi kenning varpar ljósi á einkennilegan hugarheim auglýsandans og síðan meginboðskapinn: Vegna auðs míns og verslunarumsvifa skal ég hafa mitt fram! Í ljósi síendurtekinna yfirlýsinga Jóhannesar um pólitískt samsæri sjálfstæðismanna gegn sér og fjölskyldu sinni kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að hann beiti auði sínum og viðskiptaáhrifum gegn stjórnmálamönnum, sem hann telur standa í vegi fyrir því, að hann geti farið öllu sínu fram. Ekkert réttarríki býr auðmönnum hins vegar eftirlitslausar aðstæður. Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta. Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli. Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína – það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“ Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun