
Verða kosningaloforðin efnd?
Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd.
Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara.
Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust
Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi:
1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.)
2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.)
Ekkert framkvæmt enn
Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými.
Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar