Akstur er dauðans alvara 27. júní 2007 07:00 Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun