Rafmagnað andrúmsloft 10. júlí 2007 07:45 Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun