Að ákæra, dæma og lífláta í beinni útsendingu 10. júlí 2007 07:00 Fjömiðlamönnunum Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Kristni Hrafnssyni eru það nokkur vonbrigði að undirritaður skuli hafa gagnrýnt efnistök í Kompásþætti sem sýndur var 6. maí s.l. og fréttaumfjöllun í kjölfar þáttarins í grein sem birtist í Fiskifréttum. Lýsa þeir þessu yfir í grein sem birtist 18. júní. Í Kompásþættinum var stuðst við gömul gögn og skýrslur og ljóst var af vali á mörgum viðmælenda bæði á Íslandi og í Færeyjum að þar kom að málum ákveðinn stjórnmálaflokkur sem hefur helst beint spjótum sínum að kvótakerfinu. Einnig gagnrýndi ég að tímasetning þáttarins rétt fyrir kosningar væri tortryggileg og framsetningu þáttagerðarmanna þar sem engu var líkara en að allir er störfuðu í greininni væru að brjóta lög. Ég benti einnig á að línurit sem birt var í þættinum og átti að sýna veiði á þorski í Færeyjum frá 1925- 2007 væri villandi. Að lokum gerði ég athugasemdir við fréttaflutning í kjölfar þáttarins. Við allar þessar athugsemdir stend og ég tel útskýringar þeirra félaga í grein sinni í engu hrekja þær.Boðberar opinnar umræðuNú skyldi maður halda að boðberar opinnar umræðu, eins og ég ímynda mér að þeir Kristinn og Jóhannes telji sig vera, myndu fagna því að fá ábendingar um hvað mætti betur fara í umfjöllun þeirrra. Í framhaldinu myndu þeir síðan leggja sig fram um að koma ábendingum og leiðréttingum á framfæri með sanngjörnum hætti og undirstrika þannig stöðu hlutlauss fjölmiðils sem gegnir því hlutverki að vera vettvangur umræðunnar, en ekki beinn þáttakandi og gerandi. En gagnrýnin virðist hitta þá félaga illa og þeir velja fremur þá leið að drepa niður penna og vega að þeim er þá gagnrýna með aðdróttunum og lítt dulbúnum hótunum. Um leið varpa þeir hlutleysi sínu endanlega fyrir róða og taka sér um leið sérkennilega stöðu í umfangsmiklu pólitísku máli.Í umfjöllun þessar aðila um sjávarútvegsmál í framtíðinni er gott fyrir lesendur að hafa það í huga. Það pirrar Kompásmenn að helsti sérfræðingur í sjávarútvegsmálum meðal fréttamanna hefur tjáð sig opinberlega með sama hætti og ég um þau málefni sem um ræðir. Reyna þeir að gera hann tortryggilegan í grein sinni. Ég get upplýst Kompásmenn um það að ég hef ekki rætt einu orði við umræddan fréttamann um þessi mál en bið þá að hugleiða hvað verður til þess að við, og margir fleiri, drögum sömu ályktanir af umfjölluninni.Gerir kvótakerfið heiðarlegustu menn að glæpamönnum?Í umræddum Kompásþætti sem sýndur var viku fyrir kosningar var meginviðfangsefnið lögbrot sem framin eru í sjávarútvegi. Reyndar ekki bara lögbrot heldur var, þáttagerðamönnum mjög í mun að tryggja að í allri kynningu og í fréttum í kjölfar þáttarins væri notað orðalagið „stórfellt svindl í kvótakerfinu." Í grein sinni viðurkenna þeir Jóhannes og Kristinn reyndar að mat á umfangi brota verði aldrei byggt á öðru en ágiskunum, að brotin séu stórfelld byggja þeir því að þeir hafi átt samtöl við tugi heimildarmanna. Í þættinum kemur fram um heimildarmennina að margir þeirra viðurkenni að hafa brotið lög.Síðan segir orðrétt „Þeim er illa við kvótakerfið sem þeir segja að geri heiðarlegustu menn að glæpamönnum." Ég sé fyrir mér spennandi Kompásþátt á næsta vetri sem ber yfirskrifina „Stórfelld svik í skattkerfinu." Tugir ónafngreindra heimildarmanna sem allir hafa stundað skattsvik segja að skattakerfið geri heiðarlegustu menn að glæpamönnum.Innan við 1% heiðarlegirÍ kynningu í upphafi þáttarins var sagt að „svindlið teygði anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn og til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi." Einn viðmælenda þáttarins tók svo djúpt í árinni að segja að líklega væru innan við 1% heiðarlegir, en viðkomandi bætti svo við að jafnvel væri þetta of há tala því liklega væru allir í þessu.Ég hef haldið því fram að þessi umfjöllun sem nálgast alla er starfa í greininni sem brotamenn sé bæði ósanngjörn og ómálefnaleg. Jóhannes og Kristinn segja þá skoðun mína furðulega í grein sinni. Ég hvet menn til að hugleiða hversu maklegt það er að dæma heila atvinnugrein þar sem starfa þúsundir manna af ummælum örfárra aðila.Er fyrirmyndarfyrirkomulagið í Færeyjum?Í grein sinni segja Kompásmenn að þeir hafi farið til Færeyja vegna þess að þar heyri lögbrot nú sögunni til og vegna þess að þar sé breið sátt um grunnforsendur fiskveiðistjórnunarinnar. Kerfisbundið er reynt að gera sem minnst úr því sem er lykilatriðið, að í Færeyjum er þorksstofninn í mikilli lægð, reyndar svo mikilli að lagt er til að veiðum verði hætt. Þeir Kompásmenn segja reyndar að skýrt hafi verið tekið fram í texta í þættinum að stofninn sé í mikilli lægð, en eftir að hafa farið yfir þáttinn verður ekki séð að það hafi komið skýrt fram. Hvergi er t.d. tilgreint nákvæmlega hvað Færeyingar veiddu lítið á síðasta ári. Einn viðmælenda segir að stofninn sé í lægð núna, en svo bætir hann við að stofnarnir fari upp og niður en samanlagður afli sé sá sami og í hundrað ár. Í framhaldi af þessum ummælum birtist graf á skjánum sem sýna á veiði á þorski við Færeyjar frá 1925- 2007 og talað um tvær kreppur í færeyskum sjávarútvegi. Önnur er ranglega tengd við tímabil þar sem fiskveiðum var stýrt með aflamarkskerfi.Af framsetningu þátttagerðamanna og viðtölum hefði mátt ætla að veiðar hefðu dregist saman vegna tilkomu aflamarkskerfisins. Kerfinu var í raun komið á eftir að veiðar höfðu dregist saman og jukust veiðarnar á ný í kjölfarið. Ranglega er sýnt að þorskaflinn við Færeyjar hafi verið um 25 þús. tonn árið 2005 þegar hann var í raun 14 þús. tonn, þar af rúm 4 þúsund tonn íslenskur þorskur veiddur rétt austan miðlínu landanna. Á árinu 2006 minnkuðu veiðar úr færeyska þorskstofninum enn meir. Ef þetta er árangur sem þáttastjórnendur telja að íslenskur sjávarútvegur eigi að stefna að, skyldi engan undra að okkur greini á um grundvallarþætti.Eru menn sekir uns annað sannast ?Að lokum gerði ég athugasemdir við fréttaflutning í kjölfar þáttarins. Birt var frétt þar sem komu fram ásakanir á hendur nafngreindu sjávarútvegsfyrirtæki frá fyrrverandi starfsmanni og meðeiganda. Viðkomandi sagðist hafa verið beittur þrýstingi til stunda stórfelld lögbrot fyrir 12 - 13 árum. Haft var samband við núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins klukkutíma áður en fréttir áttu að hefjast og var honum boðið að svara fyrir þessar ásakanir. Þetta eru ótæk vinnubrögð, enda hlýtur það það að vera sanngirnismál að menn fái rúman tíma þegar bornar eru á þá alvarlegar ásakanir..Þannig vildi til að í gögnum fyrirtækisins var bréf frá Fiskistofu frá þessum tíma þar sem kom fram að ekkert væri að finna athugavert við starfsemi þess. Bréf þetta var sent fréttastofu Stöðvar 2 og hefðu flestir sanngjarnir menn talið að þessi lykilgögn málsins myndu vega þyngra en framburður fyrrverandi starfsmanns sem hafði ekkert í höndunum. Sú var þó ekki raunin og fréttin um meint og algjörlega órökstudd brot fyrirtækisins birt. Kompásmenn segja í grein sinni að bréfið feli ekki í sér "fullkomna og óræka sönnun þess að ekkert óeðlilegt hafi verið á seiði hjá tilteknum útgerðaraðila" Í huga þeirra félaga eru menn þannig sekir uns annað sannast.Vandmeðfarið valdÍ réttarríkinu er það grundvallarregla að allir eigi rétt á réttlátri og vandaðri málsmeðferð. Til að tryggja þetta höfum við þrískiptingu valdsins í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Tryggt er að sami aðili fari ekki með alla þætti og ekki ber að ákæra nema að undangenginni vandaðri rannsókn sem talið er að leiði til sakfellingar. Þó til ákæru komi eiga sakborningar ríkan rétt og vafaatriði eru túlkuð þeim í hag. Sömu grundvallarkröfur eiga fréttastofur sem standa undir nafni að gera.Kompásmenn og þeir sem bera ábyrgð á fréttaflutningi Stöðvar 2 féllu á prófinu í umræddri umfjöllun. Í fréttatíma Stöðvar 2 var ákært, dæmt og líflátið í beinni útsendingu og allar reglur um vandaða málsmeðferð brotnar. Þegar þetta er síðan gagnrýnt er mönnum hótað. Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fjömiðlamönnunum Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Kristni Hrafnssyni eru það nokkur vonbrigði að undirritaður skuli hafa gagnrýnt efnistök í Kompásþætti sem sýndur var 6. maí s.l. og fréttaumfjöllun í kjölfar þáttarins í grein sem birtist í Fiskifréttum. Lýsa þeir þessu yfir í grein sem birtist 18. júní. Í Kompásþættinum var stuðst við gömul gögn og skýrslur og ljóst var af vali á mörgum viðmælenda bæði á Íslandi og í Færeyjum að þar kom að málum ákveðinn stjórnmálaflokkur sem hefur helst beint spjótum sínum að kvótakerfinu. Einnig gagnrýndi ég að tímasetning þáttarins rétt fyrir kosningar væri tortryggileg og framsetningu þáttagerðarmanna þar sem engu var líkara en að allir er störfuðu í greininni væru að brjóta lög. Ég benti einnig á að línurit sem birt var í þættinum og átti að sýna veiði á þorski í Færeyjum frá 1925- 2007 væri villandi. Að lokum gerði ég athugasemdir við fréttaflutning í kjölfar þáttarins. Við allar þessar athugsemdir stend og ég tel útskýringar þeirra félaga í grein sinni í engu hrekja þær.Boðberar opinnar umræðuNú skyldi maður halda að boðberar opinnar umræðu, eins og ég ímynda mér að þeir Kristinn og Jóhannes telji sig vera, myndu fagna því að fá ábendingar um hvað mætti betur fara í umfjöllun þeirrra. Í framhaldinu myndu þeir síðan leggja sig fram um að koma ábendingum og leiðréttingum á framfæri með sanngjörnum hætti og undirstrika þannig stöðu hlutlauss fjölmiðils sem gegnir því hlutverki að vera vettvangur umræðunnar, en ekki beinn þáttakandi og gerandi. En gagnrýnin virðist hitta þá félaga illa og þeir velja fremur þá leið að drepa niður penna og vega að þeim er þá gagnrýna með aðdróttunum og lítt dulbúnum hótunum. Um leið varpa þeir hlutleysi sínu endanlega fyrir róða og taka sér um leið sérkennilega stöðu í umfangsmiklu pólitísku máli.Í umfjöllun þessar aðila um sjávarútvegsmál í framtíðinni er gott fyrir lesendur að hafa það í huga. Það pirrar Kompásmenn að helsti sérfræðingur í sjávarútvegsmálum meðal fréttamanna hefur tjáð sig opinberlega með sama hætti og ég um þau málefni sem um ræðir. Reyna þeir að gera hann tortryggilegan í grein sinni. Ég get upplýst Kompásmenn um það að ég hef ekki rætt einu orði við umræddan fréttamann um þessi mál en bið þá að hugleiða hvað verður til þess að við, og margir fleiri, drögum sömu ályktanir af umfjölluninni.Gerir kvótakerfið heiðarlegustu menn að glæpamönnum?Í umræddum Kompásþætti sem sýndur var viku fyrir kosningar var meginviðfangsefnið lögbrot sem framin eru í sjávarútvegi. Reyndar ekki bara lögbrot heldur var, þáttagerðamönnum mjög í mun að tryggja að í allri kynningu og í fréttum í kjölfar þáttarins væri notað orðalagið „stórfellt svindl í kvótakerfinu." Í grein sinni viðurkenna þeir Jóhannes og Kristinn reyndar að mat á umfangi brota verði aldrei byggt á öðru en ágiskunum, að brotin séu stórfelld byggja þeir því að þeir hafi átt samtöl við tugi heimildarmanna. Í þættinum kemur fram um heimildarmennina að margir þeirra viðurkenni að hafa brotið lög.Síðan segir orðrétt „Þeim er illa við kvótakerfið sem þeir segja að geri heiðarlegustu menn að glæpamönnum." Ég sé fyrir mér spennandi Kompásþátt á næsta vetri sem ber yfirskrifina „Stórfelld svik í skattkerfinu." Tugir ónafngreindra heimildarmanna sem allir hafa stundað skattsvik segja að skattakerfið geri heiðarlegustu menn að glæpamönnum.Innan við 1% heiðarlegirÍ kynningu í upphafi þáttarins var sagt að „svindlið teygði anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn og til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi." Einn viðmælenda þáttarins tók svo djúpt í árinni að segja að líklega væru innan við 1% heiðarlegir, en viðkomandi bætti svo við að jafnvel væri þetta of há tala því liklega væru allir í þessu.Ég hef haldið því fram að þessi umfjöllun sem nálgast alla er starfa í greininni sem brotamenn sé bæði ósanngjörn og ómálefnaleg. Jóhannes og Kristinn segja þá skoðun mína furðulega í grein sinni. Ég hvet menn til að hugleiða hversu maklegt það er að dæma heila atvinnugrein þar sem starfa þúsundir manna af ummælum örfárra aðila.Er fyrirmyndarfyrirkomulagið í Færeyjum?Í grein sinni segja Kompásmenn að þeir hafi farið til Færeyja vegna þess að þar heyri lögbrot nú sögunni til og vegna þess að þar sé breið sátt um grunnforsendur fiskveiðistjórnunarinnar. Kerfisbundið er reynt að gera sem minnst úr því sem er lykilatriðið, að í Færeyjum er þorksstofninn í mikilli lægð, reyndar svo mikilli að lagt er til að veiðum verði hætt. Þeir Kompásmenn segja reyndar að skýrt hafi verið tekið fram í texta í þættinum að stofninn sé í mikilli lægð, en eftir að hafa farið yfir þáttinn verður ekki séð að það hafi komið skýrt fram. Hvergi er t.d. tilgreint nákvæmlega hvað Færeyingar veiddu lítið á síðasta ári. Einn viðmælenda segir að stofninn sé í lægð núna, en svo bætir hann við að stofnarnir fari upp og niður en samanlagður afli sé sá sami og í hundrað ár. Í framhaldi af þessum ummælum birtist graf á skjánum sem sýna á veiði á þorski við Færeyjar frá 1925- 2007 og talað um tvær kreppur í færeyskum sjávarútvegi. Önnur er ranglega tengd við tímabil þar sem fiskveiðum var stýrt með aflamarkskerfi.Af framsetningu þátttagerðamanna og viðtölum hefði mátt ætla að veiðar hefðu dregist saman vegna tilkomu aflamarkskerfisins. Kerfinu var í raun komið á eftir að veiðar höfðu dregist saman og jukust veiðarnar á ný í kjölfarið. Ranglega er sýnt að þorskaflinn við Færeyjar hafi verið um 25 þús. tonn árið 2005 þegar hann var í raun 14 þús. tonn, þar af rúm 4 þúsund tonn íslenskur þorskur veiddur rétt austan miðlínu landanna. Á árinu 2006 minnkuðu veiðar úr færeyska þorskstofninum enn meir. Ef þetta er árangur sem þáttastjórnendur telja að íslenskur sjávarútvegur eigi að stefna að, skyldi engan undra að okkur greini á um grundvallarþætti.Eru menn sekir uns annað sannast ?Að lokum gerði ég athugasemdir við fréttaflutning í kjölfar þáttarins. Birt var frétt þar sem komu fram ásakanir á hendur nafngreindu sjávarútvegsfyrirtæki frá fyrrverandi starfsmanni og meðeiganda. Viðkomandi sagðist hafa verið beittur þrýstingi til stunda stórfelld lögbrot fyrir 12 - 13 árum. Haft var samband við núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins klukkutíma áður en fréttir áttu að hefjast og var honum boðið að svara fyrir þessar ásakanir. Þetta eru ótæk vinnubrögð, enda hlýtur það það að vera sanngirnismál að menn fái rúman tíma þegar bornar eru á þá alvarlegar ásakanir..Þannig vildi til að í gögnum fyrirtækisins var bréf frá Fiskistofu frá þessum tíma þar sem kom fram að ekkert væri að finna athugavert við starfsemi þess. Bréf þetta var sent fréttastofu Stöðvar 2 og hefðu flestir sanngjarnir menn talið að þessi lykilgögn málsins myndu vega þyngra en framburður fyrrverandi starfsmanns sem hafði ekkert í höndunum. Sú var þó ekki raunin og fréttin um meint og algjörlega órökstudd brot fyrirtækisins birt. Kompásmenn segja í grein sinni að bréfið feli ekki í sér "fullkomna og óræka sönnun þess að ekkert óeðlilegt hafi verið á seiði hjá tilteknum útgerðaraðila" Í huga þeirra félaga eru menn þannig sekir uns annað sannast.Vandmeðfarið valdÍ réttarríkinu er það grundvallarregla að allir eigi rétt á réttlátri og vandaðri málsmeðferð. Til að tryggja þetta höfum við þrískiptingu valdsins í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Tryggt er að sami aðili fari ekki með alla þætti og ekki ber að ákæra nema að undangenginni vandaðri rannsókn sem talið er að leiði til sakfellingar. Þó til ákæru komi eiga sakborningar ríkan rétt og vafaatriði eru túlkuð þeim í hag. Sömu grundvallarkröfur eiga fréttastofur sem standa undir nafni að gera.Kompásmenn og þeir sem bera ábyrgð á fréttaflutningi Stöðvar 2 féllu á prófinu í umræddri umfjöllun. Í fréttatíma Stöðvar 2 var ákært, dæmt og líflátið í beinni útsendingu og allar reglur um vandaða málsmeðferð brotnar. Þegar þetta er síðan gagnrýnt er mönnum hótað. Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun