Við þurfum stuðning bæjarbúa 23. júlí 2007 09:00 Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun