
Loks fulltrúi fólksins í ríkisstjórn
Það sem gerir þessa ríkisstjórn vinsamlega almenningi, er skipun Jóhönnu Sigurðardóttur í eina af mikilvægustu stöðunum. Hún hefur verið skærasta stjarna jafnaðarmanna í langan tíma og sú manneskja sem setur ekki sjálfa sig í forgang eins og of oft vill verða með þingmenn. Það sást vel þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún er það besta við þessa ríkisstjórn og sú sem almenningur setur traust sitt á, enda er hún ekki manneskja innihaldslauss orðagjálfurs og sýndarmennsku. Jóhanna er orðin ráðherra miklvægustu mála aldraðra, öryrkja og láglaunafólks og það útaf fyrir sig gerir ríkisstjórnina trúverðugri.
Ég vona að með Þórunni Sveinbjarnardóttur hafi þjóðin loksins fengið alvöru umhverfisráðherra, en forverar hennar skrumskældu það góða sem ráðuneytið á að standa fyrir. Sá fyrsti er þó ekki meðtalinn. Hann reyndi hvað hann gat en mætti fordómum og skilningsleysi. Allir hinir ráðherrarnir voru íslenskri náttúru erfiðir ljáir í þúfu og skiluðu einungis vandræðum fyrir hana og íslensku þjóðina. Einn var svo utangátta að hann lét friða mink og ref á vestfjörðum og hélt að þjóðin tryði fullyrðingum sínum og annara líffræðinga um að dýrin virtu landamerki. Nú eru dýr þessi og mávar að eyða mófugli. Já, öllu sem þau ráða við. Annar ráðherra skildi ekki hvað menn sæu merkilegt og fagurt í víðerninu norðan Vatnajökuls. Utan reykingabanns var friðun rjúpunar það eina góða sem hann gerði. Sá næsti afnam friðunina. Menn dæmi sjálfir hvort andlegt umkomuleysi hrjái þetta mikilvæga ráðuneyti.
Nú er að sjá hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi áttað sig á því að köld rökvísi og samningar um afslátt á hagsmunum aldraðra og fatlaðra er feygðarflan sérhvers jafnaðarmanns. Ég vona að hún slíti frekar samstarfinu en að verða eins og mús undir fjalaketti. Hræðilegt þegar Framsók og Sjálfstæðisflokkur settu Halldór í forsæti ríkisstjórnar, þvert á vilja þjóðarinnar. Hvorugur flokkurinn skilur að engin er svo smár að ekki sé betra að hafa hann með sér en móti. Framsóknarflokkurinn hefði ekki brennt sér brýr að baki ef þau orð væru leiðarljós hans.
Síðasti heilbrigðisráðherra vann gegn hagsmunum fatlaðra í tilraunum þeirra til að fá sanngjarna lausn á styrkjum til bílakaupa og styttingu eignartíma. Brennt barn forðast eldinn, það skilur Guðlaugur Þór vonandi betur en forustufólk Framsóknar. Sín vegna og allra hinna, vona ég að hann brenni hvorki nú né síðar, sér allar brýr að baki.
Höfundur er trésmíðameistari.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar