Étur þorskur laxaseiði? 4. ágúst 2007 04:30 Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar