Mótmælt í Rostock Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:00 Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti. Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira