Fótbolti

Calderon: Schuster ætti að koma í næstu viku

Bernd Schuster
Bernd Schuster NordicPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að félagið muni að öllum líkindum ganga frá samningi við þjálfarann Bernd Schuster í næstu viku. Calderon hyggur á stór viðskipti á næstu dögum.

"Þjálfaramálinn verða leyst í næstu viku og þá munum við einnig kaupa tvo eða þrjá leikmenn," sagði Calderon í útvarpsviðtali á Spáni í dag. "Ég held ða Schuster sé að verða búinn að fá sig lausan. Hann þarf að borga sig út úr samningi við Getafe en það sem skiptir mestu máli er að hann verður þjálfari Real Madrid í næstu viku," sagði Calderon.

Real mun líklega tilkynna þýska varnarmanninn Christoph Metzelder í næstu viku, en hann kemur á frjálsri sölu frá Dortmund. Félagið hefur einnig verið orðað við Javier Saviola hjá Barcelona, Cristian Chivu frá Roma, Florent Malouda hjá Lyon og Arjen Robben hjá Chelsea. Forsetinn segir litlar líkur á að félagið nái að landa hinum eftirsótta Kaka frá Milan - í það minnsta í bili.

"Við erum í vandræðum því Milan setur okkur harðar skorður varðandi Kaka. Við verðum hinsvegar að sjá hvort hann er tilbúinn að segja forseta Milan að hann vilji raunverulega koma hingað, en af því er mér er sagt - vill hann koma til okkar," sagði Calderon. Hann á einnig von á því að Jose Antonio Reyes verði jafnvel áfram í herbúðum Real eftir árs lánssamning frá Arsenal. "Ég held að Reyes gæti orðið mikilvægur leikmaður hjá okkur með tilkomu nýja þjálfarans og breyttra leikaðferða," sagði Calderon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×