Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2007 12:33 Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun