Fótbolti

Liverpool: Þessi verður stór

Liverpool tekur á móti Zlatan og félögum í Inter í Meistaradeildinni
Liverpool tekur á móti Zlatan og félögum í Inter í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, segir sína menn gera sér fulla grein fyrir því að þeir eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Inter Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

"Þessi er stór, en það er sama hvaða lið við hefðum fengið - þau eru öll stór. Það er langt síðan við höfum spilað við Inter, svo þetta verður nokkuð ný reynsla fyrir okkur. Inter spilað mjög vel á síðustu leiktíð og aftur í ár, svo þetta verður gríðarlega erfiður leikur - reyndar eins og allir leikir á þessu stigi keppninnar," sagði framkvæmdastjórinn.

Hann vísaði því á bug í viðtali við Sky í hádeginu að Rafa Benitez knattspyrnustjóri hefði verið settur í kaupabann í janúar.

"Það er vitleysa. Við erum alltaf á fullu í að reyna að finna menn fyrir liðið og á því verður engin breyting núna. Það sem skiptir mestu máli hjá okkur er hinsvegar alltaf það sem gerist á vellinum. Við einbeitum okkur að því að ná takmörkum okkar þar," sagði Parry og vildi lítið tjá sig um leikmannakaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×