Ábyrgð Samfylkingarinnar Hallgrímur Helgason skrifar 20. nóvember 2008 07:00 Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. Og nú er von á tröllaláni frá alþjóðasamfélaginu, mörg hundruð milljörðum króna, sem afhentar skulu þeim sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu. Er skippernum, sem svaf af sér siglinguna en vaknaði við strandið, treystandi fyrir líflínu þjóðarinnar? Nei. Það má ekki gerast að sömu mönnum og settu Ísland á hausinn sé ætlað að reisa það við. Það bara gengur ekki. Og með hverjum deginum sem líður vex ábyrgð Samfylkingar. Allt frá því Glitnir brotlenti í Seðlabankanum í lok september var tilfinningin lengi sú að Sjálfstæðisflokkurinn réði för í öllum helstu viðbrögðum. Samfylkingarráðherrar voru ekki með í þeirri bílferð. Meira jafnvægi virtist nást eftir að Inigibjörg Sólrún sneri heim úr veikindaleyfi. Myndugleiki hennar og mælska var vel þegin eftir langar vikur af moðmælum og misvísandi skilaboðum. Á blaðamannafundum stjórnarpars gaf að líta tvo leiðtoga; þann sem kann að tala við þjóð sína og hinn sem kann það ekki. En það verður að segjast eins og er að vikurnar á undan hafði Samfylkingin verið jafn veik og stýra hennar. Án formanns síns var hún sem höfuðlaus her. Það var líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sæti einn í stjórn. Og þrátt fyrir endurkomu formannsins, sem létti nokkuð af brjóstum samfylkingarmanna og kvenna, er þessi tilfinning því miður ekki alveg horfin, um leið og hún er blönduð áhyggjum af heilsu Ingibjargar Sólrúnar. Hvað sem því líður virðist mörgum formaðurinn ekki alveg með á þeim nótum sem nú eru leiknar í íslensku samfélagi. Ekki síst þegar hún þvertekur fyrir mannabreytingar í ríkisstjórn. Stundum virðist manni meginmarkmið Samfylkingar með stjórnarsetunni sé það eitt að sýna þá ábyrgð að slíta því ekki á örlagastundu. En það er hægt að sýna ábyrgð með öðrum hætti. Nýjan ráðherra bankamálaSamfylkingar er ráðuneyti viðskipta og bankamála. Undir það heyrir Fjármálaeftirlitið, það eldvarnareftirlit sem brást svo herfilega að eftir stendur land í ljósum logum. Það er gersamlega óverjandi að þeir sem því stjórna sitji áfram. Og það er jafn óverjandi að ráðherrann sem fyrir því fór sitji áfram. Þegar allir bankar eru hrundir er augljóst að bankamálaráðherra er ekki lengur sætt. Þau rök að hann hafi ekki vitað um aðsteðjandi hættur, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sagt honum frá þeim, halda ekki. Ráðherra getur ekki skýlt sér á bakvið undirstofnun sína. Hann er og verður YFIR henni en ekki á BAKVIÐ hana. Samfylkingunni er skylt að sýna gott fordæmi og stokka upp Fjármálaeftirlitið og skipa nýjan mann eða konu í ráðuneyti bankamála. Enginn á lengur von á því að sjálfstæðismenn segi sjálfviljugir af sér en þegar Samfylkingin þvertekur fyrir það, sitjandi í ríkisstjórn sem farið hefur með okkur í gegnum heilt þjóðargjaldþrot, er fokið í flest skjól. Við sem héldum að við værum að kjósa „nútímalegan jafnaðarmannaflokk", flokk sem væri eitthvað aðeins skárri en gömlu helspilltu helmingaskiptaflokkarnir. Við héldum að við værum að kjósa flokk lýðræðis, samræðustjórnmála og siðbótar í stjórnmálum. Á Norðurlöndum hafa kollegar jafnaðarmanna sagt af sér af ýmsum tilefnum svo frægt er. Ráðherra jafnréttismála í Noregi varð uppvís að því að skora á vinkonu sína að sækja um stöðu sem hann átti að úthluta. Mona Sahlin varð uppvís að því að kaupa bleyjur og toblerone á kreditkort ríkisins. Hér á landi þyrfti ráðherra sjálfsagt að kaupa bleyjur og toblerone handa öllum kjósendum sínum á kostnað ríkisins áður en honum dytti í hug að segja af sér. Fjármálaráðherra verður að víkjaÞegar Samfylkingin er búin að skipa nýja manneskju í bankamálaráðuneytið og reka yfirstjórn FME er hún komin með „móralskt umboð" til að þrýsta enn og aftur á breytingar í yfirstjórn Seðlabanka og fjármálaráðuneytis. Á báðum stöðum sitja menn í umboði þjóðarinnar sem eru rúnir öllu trausti. Hennar jafnt sem umheimsins. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins varð uppvís að því að selja bréf í Landsbankanum nokkrum vikum fyrir hrun, stuttu eftir að hann sat fund bankamálaráðherrans okkar og fjármálaráðherrans breska, um málefni þessa sama banka. Fjármálaráðherra verður að lúta sömu örlögum og bankamálaráðherra, honum er ekki sætt eftir að fjármálakerfið, peningamálastefnan, gjaldeyrisviðskiptin, krónan, bankarnir… allt er hrunið. Um Seðlabankann þarf svo ekki að fara mörgum orðum. Raðmistök stjóra hans eru nú orðið tíunduð í erlendum miðlum og jafnvel virtustu stórblöð Evrópu eru farin að uppnefna hann „König David" svo aðeins er tímaspursmál hvenær nafn hans öðlast endemisfrægð á heimsvísu. Og á meðan sá maður situr enn með sín víðtæku baktjaldavöld mun traust og heiður Íslands njóta sömu frægðar. Nú síðast undirstrikaði Seðlabankastjóri eigið vanhæfi með sínum sérlundaða hætti þegar honum var ætlað að tala við þjóð sína undir yfirskriftinni „Fjármálakreppan - Er lausn í sjónmáli?" en eyddi klukkutíma sínum í ræðustól í að tala eingöngu um sjálfan sig og aðeins í fortíð. Peningamál þjóðarinnar eru ein rjúkandi rúst en yfirmaður þeirra „lætur allt snúast um sjálfan sig," svo vitnað sé í hans næstbesta vin. Og auðvitað var tilgangurinn sá að frýja sig ábyrgð og benda á alla aðra. Stórmannlegt. Að auki las svo seðlastjórinn yfir hausamótunum á ríkisstjórn með alvarlegum ásökunum um dug- og ráðaleysi. Hvers konar stjórn er það sem situr undir slíkum ávirðingum frá manni sem á að heita embættismaður hennar? Hve lengi enn þurfum við að vakna við slíkar ræður? Hve lengi enn ætlar hin undirgefna ríkisstjórn að leyfa manninum að „persónugera" vanda heillar þjóðar í sjálfum sér? Þolinmæði á þrotumÁ meðan Samfylkingin situr í ríkisstjórn sem býður okkur upp á þennan farsa getur hún ekki búist við stuðningi okkar mikið lengur. Ríkisstjórn sem ekki getur rekið þá sem reka þarf verður á endanum rekin sjálf. Ef ekki næsta laugardag, þá þarnæsta laugardag. Og ef ekki þá, þá þann þar á eftir. Hún verður rekin á hverjum laugardegi fram að kosningum. Því loforð um bráðlegar kosningar er eina loforðið sem þjóðin getur tekið af þessari ríkisstjórn. Þolinmæði okkar er ekki endalaus en af réttlætiskenndinni eigum við meira en nóg. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. Og nú er von á tröllaláni frá alþjóðasamfélaginu, mörg hundruð milljörðum króna, sem afhentar skulu þeim sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu. Er skippernum, sem svaf af sér siglinguna en vaknaði við strandið, treystandi fyrir líflínu þjóðarinnar? Nei. Það má ekki gerast að sömu mönnum og settu Ísland á hausinn sé ætlað að reisa það við. Það bara gengur ekki. Og með hverjum deginum sem líður vex ábyrgð Samfylkingar. Allt frá því Glitnir brotlenti í Seðlabankanum í lok september var tilfinningin lengi sú að Sjálfstæðisflokkurinn réði för í öllum helstu viðbrögðum. Samfylkingarráðherrar voru ekki með í þeirri bílferð. Meira jafnvægi virtist nást eftir að Inigibjörg Sólrún sneri heim úr veikindaleyfi. Myndugleiki hennar og mælska var vel þegin eftir langar vikur af moðmælum og misvísandi skilaboðum. Á blaðamannafundum stjórnarpars gaf að líta tvo leiðtoga; þann sem kann að tala við þjóð sína og hinn sem kann það ekki. En það verður að segjast eins og er að vikurnar á undan hafði Samfylkingin verið jafn veik og stýra hennar. Án formanns síns var hún sem höfuðlaus her. Það var líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sæti einn í stjórn. Og þrátt fyrir endurkomu formannsins, sem létti nokkuð af brjóstum samfylkingarmanna og kvenna, er þessi tilfinning því miður ekki alveg horfin, um leið og hún er blönduð áhyggjum af heilsu Ingibjargar Sólrúnar. Hvað sem því líður virðist mörgum formaðurinn ekki alveg með á þeim nótum sem nú eru leiknar í íslensku samfélagi. Ekki síst þegar hún þvertekur fyrir mannabreytingar í ríkisstjórn. Stundum virðist manni meginmarkmið Samfylkingar með stjórnarsetunni sé það eitt að sýna þá ábyrgð að slíta því ekki á örlagastundu. En það er hægt að sýna ábyrgð með öðrum hætti. Nýjan ráðherra bankamálaSamfylkingar er ráðuneyti viðskipta og bankamála. Undir það heyrir Fjármálaeftirlitið, það eldvarnareftirlit sem brást svo herfilega að eftir stendur land í ljósum logum. Það er gersamlega óverjandi að þeir sem því stjórna sitji áfram. Og það er jafn óverjandi að ráðherrann sem fyrir því fór sitji áfram. Þegar allir bankar eru hrundir er augljóst að bankamálaráðherra er ekki lengur sætt. Þau rök að hann hafi ekki vitað um aðsteðjandi hættur, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sagt honum frá þeim, halda ekki. Ráðherra getur ekki skýlt sér á bakvið undirstofnun sína. Hann er og verður YFIR henni en ekki á BAKVIÐ hana. Samfylkingunni er skylt að sýna gott fordæmi og stokka upp Fjármálaeftirlitið og skipa nýjan mann eða konu í ráðuneyti bankamála. Enginn á lengur von á því að sjálfstæðismenn segi sjálfviljugir af sér en þegar Samfylkingin þvertekur fyrir það, sitjandi í ríkisstjórn sem farið hefur með okkur í gegnum heilt þjóðargjaldþrot, er fokið í flest skjól. Við sem héldum að við værum að kjósa „nútímalegan jafnaðarmannaflokk", flokk sem væri eitthvað aðeins skárri en gömlu helspilltu helmingaskiptaflokkarnir. Við héldum að við værum að kjósa flokk lýðræðis, samræðustjórnmála og siðbótar í stjórnmálum. Á Norðurlöndum hafa kollegar jafnaðarmanna sagt af sér af ýmsum tilefnum svo frægt er. Ráðherra jafnréttismála í Noregi varð uppvís að því að skora á vinkonu sína að sækja um stöðu sem hann átti að úthluta. Mona Sahlin varð uppvís að því að kaupa bleyjur og toblerone á kreditkort ríkisins. Hér á landi þyrfti ráðherra sjálfsagt að kaupa bleyjur og toblerone handa öllum kjósendum sínum á kostnað ríkisins áður en honum dytti í hug að segja af sér. Fjármálaráðherra verður að víkjaÞegar Samfylkingin er búin að skipa nýja manneskju í bankamálaráðuneytið og reka yfirstjórn FME er hún komin með „móralskt umboð" til að þrýsta enn og aftur á breytingar í yfirstjórn Seðlabanka og fjármálaráðuneytis. Á báðum stöðum sitja menn í umboði þjóðarinnar sem eru rúnir öllu trausti. Hennar jafnt sem umheimsins. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins varð uppvís að því að selja bréf í Landsbankanum nokkrum vikum fyrir hrun, stuttu eftir að hann sat fund bankamálaráðherrans okkar og fjármálaráðherrans breska, um málefni þessa sama banka. Fjármálaráðherra verður að lúta sömu örlögum og bankamálaráðherra, honum er ekki sætt eftir að fjármálakerfið, peningamálastefnan, gjaldeyrisviðskiptin, krónan, bankarnir… allt er hrunið. Um Seðlabankann þarf svo ekki að fara mörgum orðum. Raðmistök stjóra hans eru nú orðið tíunduð í erlendum miðlum og jafnvel virtustu stórblöð Evrópu eru farin að uppnefna hann „König David" svo aðeins er tímaspursmál hvenær nafn hans öðlast endemisfrægð á heimsvísu. Og á meðan sá maður situr enn með sín víðtæku baktjaldavöld mun traust og heiður Íslands njóta sömu frægðar. Nú síðast undirstrikaði Seðlabankastjóri eigið vanhæfi með sínum sérlundaða hætti þegar honum var ætlað að tala við þjóð sína undir yfirskriftinni „Fjármálakreppan - Er lausn í sjónmáli?" en eyddi klukkutíma sínum í ræðustól í að tala eingöngu um sjálfan sig og aðeins í fortíð. Peningamál þjóðarinnar eru ein rjúkandi rúst en yfirmaður þeirra „lætur allt snúast um sjálfan sig," svo vitnað sé í hans næstbesta vin. Og auðvitað var tilgangurinn sá að frýja sig ábyrgð og benda á alla aðra. Stórmannlegt. Að auki las svo seðlastjórinn yfir hausamótunum á ríkisstjórn með alvarlegum ásökunum um dug- og ráðaleysi. Hvers konar stjórn er það sem situr undir slíkum ávirðingum frá manni sem á að heita embættismaður hennar? Hve lengi enn þurfum við að vakna við slíkar ræður? Hve lengi enn ætlar hin undirgefna ríkisstjórn að leyfa manninum að „persónugera" vanda heillar þjóðar í sjálfum sér? Þolinmæði á þrotumÁ meðan Samfylkingin situr í ríkisstjórn sem býður okkur upp á þennan farsa getur hún ekki búist við stuðningi okkar mikið lengur. Ríkisstjórn sem ekki getur rekið þá sem reka þarf verður á endanum rekin sjálf. Ef ekki næsta laugardag, þá þarnæsta laugardag. Og ef ekki þá, þá þann þar á eftir. Hún verður rekin á hverjum laugardegi fram að kosningum. Því loforð um bráðlegar kosningar er eina loforðið sem þjóðin getur tekið af þessari ríkisstjórn. Þolinmæði okkar er ekki endalaus en af réttlætiskenndinni eigum við meira en nóg. Höfundur er rithöfundur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun