Fótbolti

Romario hafnaði Murata

Elvar Geir Magnússon skrifar
Romario mun ekki koma við sögu í Meistaradeild Evrópu þetta árið.
Romario mun ekki koma við sögu í Meistaradeild Evrópu þetta árið.

Romario ætlar ekki að taka skó sína úr hillunni og leika með S.S. Murata, meisturunum í San Marínó. Murata vildi fá Romario til að leika með liðinu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Faðir Romario lést fyrir skömmu og finnst honum því ekki rétt að yfirgefa sína nánustu til að leika þessa leiki með Murata.

Murata vann tvennuna í smáríkinu San Marínó og mun mæta sænska liðinu Gautaborg í tveimur leikjum. Murata reyndi einnig að fá Michael Schumacher til að leika með liðinu en hann neitaði þessu tilboði.

Hinsvegar mun Aldair, fyrrum heimsmeistari með Brasilíu, leika með Murata í þessum leikjum en hann lék einnig með liðinu í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×