Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. apríl 2008 11:59 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun