Fótbolti

Áhorfendur fá hrós frá Sir Alex

Elvar Geir Magnússon skrifar
Félagarnir Ronaldo og Anderson.
Félagarnir Ronaldo og Anderson.

Manchester United jafnaði í kvöld met Juventus með því að vinna tíunda heimaleik sinn í röð í Meistaradeildinni. Englandsmeistararnir unnu Lyon 1-0 og komust því áfram með samanlögðum 2-1 sigri.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir og komumst áfram án neins glæsibrags. Markmiðið fyrir kvöldið var þó að komast í átta liða úrslitin og það tókst," sagði Sir Alex Feguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

„Við hefðum átt að fara betur með sóknir okkar í þessum leik. Varnarlega lékum við mjög vel og Lyon náði ekki að skapa sér nein færi," sagði Ferguson en eitt mark frá Cristiano Ronaldo dugði til sigurs.

„Við höfum nú unnið tíu leiki í röð á heimavelli í Meistaradeildinni. Það er ótrúlegur árangur sem stuðningsmenn okkar eiga mikinn þátt í. Þeir voru hreint frábærir í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×