Fótbolti

Gaman að mæta Chelsea aftur

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist hlakka til að mæta Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum.

Liverpool sló Arsenal út með 4-2 sigri á Anfield í gær og samanlagt 5-3 og eru hans menn til alls líklegir í keppninni.

Liverpool fær fyrri leikinn gegn Chelsea á heimavelli þann 22. apríl og mætir svo á Stamford Bridge í síðari leikinn þann 30. apríl. Þar ræðst hvort liðið kemst í úrslitaleikinn í Moskvu.

"Það er ótrúlegt að vera að mæta Chelsea enn eina ferðina og það verður gríðarlega erfitt verkefni gegn frábæru liði - rétt eins og í hin skiptin. Við erum hinsvegar með góða reynslu af svona leikjum og höfum því trú á sjálfum okkur," sagði Benitez.

Liverpool hefur sannarlega tak á Chelsea í Evrópukeppninni. Þeir rauðu fóru áfram samanlagt 1-0 árið 2005 þegar liðið fagnaði síðar sigri í keppninni í Istanbul árið 2005 og hafði svo aftur naumlega betur í fyrra eftir vítakeppni .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×