Kubbisminn Hallgrímur Helgason skrifar 26. júlí 2008 13:24 Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun