Fótbolti

Átján ára miðjumaður undir smásjá Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
McCarthy í baráttunni.
McCarthy í baráttunni.

Barcelona fylgist grannt með átján ára leikmanni sem spilar með Hamilton í Skotlandi. Hann heitir James McCarthy og lék fyrst fyrir aðallið Hamilton þegar hann var fimmtán ára.

Hann æfði með Liverpool um tíma í fyrra og þá hafa Arsenal og Manchester United einnig fylgst grannt með þessum efnilega miðjumanni.

„Barcelona vill fá reglulegar upplýsingar um James," segir George Gray, umboðsmaður hans. „Það er í raun ótrúlegt hve mörg félög hafa haft samband við mig vegna hans. Hann er þó ánægður sem stendur í skosku úrvalsdeildinni."

„James hefur mikla hæfileika og ég trúi því að þegar hann fer í stærra lið og æfir daglega með mönnum á heimsklassa muni hann verða enn betri. Það sama á við um það þegar hann fer að spila með landsliði Írlands. Hann mun spila fyrir það í framtíðinni. Það er alveg ljóst," sagði Gray.



James McCarthy er fæddur í Skotlandi en faðir hans er írskur og hefur James leikið fyrir yngri landslið Írlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×