Fótbolti

Koeman rekinn frá Valencia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronald Koeman, fyrrum stjóri Valencia.
Ronald Koeman, fyrrum stjóri Valencia. Nordic Photos / AFP
Ronald Koeman var í dag rekinn frá spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia eftir 5-1 tap liðsins fyrir Athletic Bilbao í gær.

Koeman tók við af Quique Sanchez Flores í nóvember síðastliðnum en náði aðeins átján stigum á sínum tíma hjá liðinu. Flores náði sama stigafjölda í aðeins níu leikjum.

Valencia er með 39 stig í fimmtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Salvador Gonzalez Voro tekur við liðinu og stýrir því til loka leiktíðarinnar.

Hann sagði að breytinga var þörf hjá félaginu. „Þegar félag gerir svona stóra breytingu er það vegna þess að hennar var þörf. Það er ekkert fallegt við þetta en svona hlutir gerast."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×