Vöndum til verka 13. mars 2009 06:00 Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar