Fótbolti

Getafe rak þjálfarann

Nordic Photos/Getty Images

Spænska knattspyrnufélagið Getafe hefur rekið þjálfarann Victor Munoz úr starfi eftir að lið hans tapaði þriðja leiknum í röð í spænsku deildinni um helgina.

Getafe tapaði 2-1 fyrir Villarreal í gær og er nú í 17. sæti deildarinnar eftir sjö töp í síðustu níu leikjum, en ekki er langt síðan þetta smálið var aðal spútnikliðið í spænska boltanum.

Hinn 52 ára gamli Munoz hefur áður verið við stjórnvölinn hjá Recreativo, Zaragoza og Panathinaikos en hann tók við starfi þjálfara Getafe af dönsku goðsögninni Michael Laudrup á síðasta ári.

Munoz er tíundi þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn í spænsku deildinni í vetur en Getafe hefur enn ekki fundið eftirmann hans. Liðið mætir Mallorca á sunnudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×