Fótbolti

Barcelona hefur gengið illa með ensku liðin

AFP

Leikur Chelsea og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 á Stamford Bridge og sigurvegarinn mun mæta Manchester United í úrslitum.

Fyrri leiknum á Spáni lauk með markalausu jafntefli þar sem Chelsea náði að hemja sóknarmaskínu Barcelona. Spænska liðið rúllaði hinsvegar upp erkifjendum sínum í Real Madrid á útivelli um síðustu helgi, svo enginn ætti að vanmeta Katalóníuliðið.

Þegar sagan er skoðuð má hinsvegar sjá að Barcelona hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum við ensk lið í gegn um tíðina.

Barcelona hefur tapað 15 af 29 leikjum sínum gegn enskum liðum og aðeins unnið sex sinnum. Þá hefur liðinu heldur ekki gengið vel gegn enskum liðum í undanúrslitum Evrópukeppninnar þar sem liðið hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum.

Barcelona hefur ekki unnið Chelsea í síðustu fjórum viðureignum liðanna. Barcelona og Chelsea hafa þrisvar mæst í útsláttarkeppni í Meistaradeildinni og þar hefur Barcelona unnið tvisvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×