Fótbolti

Markalaust á San Siro - Ótrúleg endurkoma Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o og Gerard Pique berjast um boltann í kvöld.
Samuel Eto'o og Gerard Pique berjast um boltann í kvöld. Nordic Photos / AFP

Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu lauk í kvöld þegar leikirnir í E-H riðlunum fóru fram.

Inter og Barcelona gerðu markalaust jafntefli á San Siro í Mílanó í kvöld í nokkuð þurrum leik. Evrópumeistararnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en náðu ekki að skora.

Ensku liðin Liverpool og Arsenal unnu sína leiki í kvöld. Liverpool vann 1-0 sigur á Debrecen frá Ungverjalandi með marki Dirk Kuyt en gestirnir náðu þó að ógna marki Liverpool nokkrum sinnum í leiknum.

Arsenal lenti í miklum vandræðum í upphafi síns leiks gegn Standard Liege í Belgíu. Heimamenn komust 2-0 yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins en Arsenal náði að klóra í bakkann á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liðið skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði sér þar með góðan sigur.

Arsenal náði sér illa á strik í fyrri hálfleik en spiluðu betur í þeim síðari. Á 79. mínútu skoraði Belginn Thomas Vermaelen jöfnunarmark Arsenal og Eduardo skoraði sigurmark liðsins tveimur mínútum síðar.



Úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Liverpool - Debrecen 1-0

1-0 Dirk Kuyt (45.)

Lyon - Fiorentina 1-0

1-0 Miralem Pjanic (76.)

F-riðill:

Dinamo Kiev - Rubin 3-1

0-1 Alejandro Dominguez (25.)

1-1 Ayila Yussuf (71.)

2-1 Gerson Magrao (79.)

3-1 Oleg Guysev (85.)

Inter - Barcelona 0-0

G-riðill:

Sevilla - Unirea Urziceni 2-0

1-0 Luis Fabiano (45.)

2-0 Renato (70.)

Stuttgart - Rangers 1-1

1-0 Pavel Pogrebnjak (18.)

1-1 Majid Bougherra (77.)

H-riðill:

Olympiakos - AZ Alkmaar 1-0

1-0 Vassilis Torossidis (79.)

Standard - Arsenal 2-3

1-0 Eliaquim Mangala (2.)

2-0 Milan Jovanovic, víti (5.)

2-1 Nicklas Bendtner (45.)

2-2 Thomas Vermaelen (78.)

2-3 Eduardo (81.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×