Fótbolti

Zlatan: Barca var betra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o heilsast fyrir leikinn í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o heilsast fyrir leikinn í kvöld. Nordic Photos / AFP

Zlatan Ibrahimovic sagði eftir leik Barcelona og Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Börsungar hafi verið betri aðilinn í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli.

Zlatan kom frá Inter til Barcelona í sumar og á móti fór Samuel Eto'o frá Barca til Inter.

Margir áttu því von á því að áhorfendur myndu púa á Zlatan í kvöld en lítið var um það. „Ég átti ekki von á neinu," sagði Zlatan. „Ég hefði heyrt marga orðróma og það var eitthvað um það að fólk púaði í kvöld en það var ekkert alvarlegt. Ég var mjög einbeittur að leiknum og fannst ganga vel."

„Að mínu mati spiluðum við betur en Inter en það var fínt að ná stigi samt sem áður," bætti Zlatan við og hann var einnig hrifinn af sínu gamla liði. „Inter er búið að fá nokkra nýja leikmenn og liðið virðist þéttara nú en í fyrra. Þetta er mjög sterkt lið og leikmenn þess eru með sterka skapgerð. Þeir þurfa bara að sækja fram á veginn."

Hann sagðist hafa fengið nokkur færi í kvöld en að það hafi ekki verið aðalatriðið. „Með smá heppni hefði ég skorað en það mikilvæga er að ég aðlagist liðinu. Því meiri tíma sem ég fæ því meira læri ég."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×