Fótbolti

Scholes: Ólíklegt að ég verði í byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Scholes í leik með Manchester United.
Paul Scholes í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Paul Scholes viðurkennir að það sé ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.

Fyrir ári síðan hafði Scholes mikilvægu hlutverki að gegna í liðinu en þá skoraði hann eina mark United í sigri liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann var svo í lykilhlutverki á miðju United í úrslitaleiknum gegn Chelsea í Moskvu.

„Stjórinn hefur ekkert sagt við mig um hvort ég spili í úrslitaleiknum," sagði Scholes í samtali við enska fjölmiðla. „Mín tilfinning segir að ég muni ekki spila. Sérstaklega þar sem ég spilaði ekki í hvorugum undanúrslitaleiknum né í leiknum gegn City."

Scholes hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum United í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er 34 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×