Fótbolti

Arsenal drógst á móti Celtic í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal vann öruggan sigur á skosku meisturunum á dögunum.
Arsenal vann öruggan sigur á skosku meisturunum á dögunum. Mynd/AFP

Það verður breskur slagur í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir að enska liðið Arsenal og skoska liðið Celtic drógust saman nú rétt áðan. Arsenal átti einnig möguleika á að mæta Fiorentina eða Atletico Madrid.

Fjórðu umferðinni er tvískipt, annarsvegar eru lið sem urðu meistarar í sínum löndum á síðasta tímabili en hinsvegar eru lið sem komust inn í meistaradeildina á styrkleika sinna deilda.

Arsenal og Celtic eru bæði í þeim hópi en meðal annarra leikja þar eru viðureignir Anderlecht-Lyon, Athletico Madrid-Panathinaikos FC og Sporting Lisbon-Fiorentina.

Þetta er í fyrsta sinn sem Arsenal og Celtic mætast í Evrópukeppni. Fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi 18 eða 19 ágúst en sá síðari fer fram í London 25 eða 26. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×