Eldri borgarar hundsaðir Björgvin Guðmundsson skrifar 3. desember 2009 06:00 Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar