Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og fundu fjármálafyrirtæki og málmframleiðendur mest fyrir lækkuninni. HSBC-bankasamsteypan, sem á tvo banka í Hong Kong, lækkaði um 3,5 prósent og stærsta líftryggingafyrirtæki Kína um 5,9 prósent í kjölfar yfirlýsingar þess um að tekjur þess muni dragast saman um nær helming milli ára.
Asíubréf lækkuðu í morgun
