Fótbolti

Inter Milan og Barcelona ræða um skipti á Ibrahimovic og Eto’o

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic gæti spilað með Barcelona á næsta tímabili.
Zlatan Ibrahimovic gæti spilað með Barcelona á næsta tímabili. Mynd/AFP

Ítalska liðið Inter Milan og spænska liðið Barcelona er nú komin í viðræður um að skipta á leikmönnum. Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur staðfest þetta við fjölmiðla. Svíinn Zlatan Ibrahimovic færi þá til Inter sem í staðinn fengi þá Samuel Eto'o og Aleksandr Hleb í staðinn.

Félögin fóru að ræða málin betur eftir að Barcelona keypti brasilíska vinstri bakvörðinn Maxwell frá Inter. „Við töluðum um Maxwell og Hleb en einnig um Ibrahimovic og Eto'o. Þeir tveir eru í sama gæðaflokki að mínu mati," sagði Moratti við La Gazzetta dello Sport.

„Þetta þýðir þó ekkert að við munum endilega selja Ibrahimovic en ef að það verður af kaupunum þá er ljóst að við viljum hafa Eto'o með í pakkanum," sagði Moratti ennfremur. Inter setti 70 milljón evra verðmiða á Ibrahimovic og það leit út fyrir að hann yrði áfram hjá liðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×