Fótbolti

Lippi tippar á United

AFP

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, tippar á að það verði Manchester United sem verði Evrópumeistari annað kvöld.

United leikur til úrslita gegn Barcelona í Róm annað kvöld og ítalski þjálfarinn segir að fjölhæfni enska liðsins geri gæfumuninn.

"Manchester United spilar árangursríkan fótbolta, sama hvort þeir spila vel eða illa. Barcelona getur spilað mjög fallega knattspyrnu en ég held að sé ekki nógu mikill töggur í liðinu," sagði Lippi.

"Barcelona mjög vel, en alltaf eins. United getur á hinn bóginn spilað bæði létt og fast," sagði Lippi.

Hann var líka spurður að því hvor væri betri knattspyrnumaður - Lionel Messi hjá Barcelona eða Cristiano Ronaldo hjá United.

"Messi er betri. Hann spilar fyrir lið sem er sniðið í kring um hann," sagði Lippi.

Önnur gömul hetja sem tengist liði Barcelona frá fyrri tíð, Búlgarinn Hristo Stoichkov, er hinsvegar á því að það verði Katalóníuliðið sem hafi sigur.

"Barcelona vinnur þennan leik örugglega. Hjarta mitt er alltaf hjá Barcelona en þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið," sagði Stoichkov sem spilaði með liði Barcelona ásamt Pep Guardiola þjálfara á árum áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×