Fótbolti

Mourinho: Myndi fórna Inter fyrir Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og Alex Ferguson.
Jose Mourinho og Alex Ferguson. Mynd/AFP

Jose Mourinho hefur viðurkennt að hann væri til búinn að hætta hjá Inter fengi hann tækifæri til að taka við stjórastöðu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Mourinho hefur aldrei viljað loka á þann möguleika á að taka við United-liðinu en í viðtali við ESPN gekk hann enn lengra.

„Hver myndi segja nei við því að taka við Manchester United. Enginn myndi segja nei. Manchester United er eitt örfárra félaga í heiminum sem allir vilja taka við stjórastöðunni hjá," sagði Mourinho við ESPN.

„Í fyrsta lagi þá trúi ég því ekki að Ferguson ætli að hætta 2010," tók Mourinho fram en hann og Ferguson hafa deilt í fjölmiðlum allar götur síðan að Mourinho stýrði Porto til sigurs á móti United í Meistaradeildinni 2004. Mourinho hefur þó alltaf borið virðingu fyrir Skotanum.

„Hann er eins, ár eftir ár. Hann er sama persónan, heilbrigður og ánægður. Það er engin ástæða fyrir hann að hætta og ég vona að hann haldi áfram því hann er góður stjóri," sagði Mourinho sem á aldrei í vandræðum að komast á forsíður fjölmiðlanna með litríkum yfirlýsinginum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×