Fótbolti

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Filippo Inzaghi, framherji AC MIlan.
Filippo Inzaghi, framherji AC MIlan. Mynd/AFP

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

„Við erum vonsviknir því þetta leit út eins og við værum undir álögum," sagði Filippo Inzaghi við Milan-sjónvarpsstöðina eftir leikinn.

„Ég er mjög leiður yfir þessu því liðið gaf allt sitt í leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við verðum að sætta okkur við þessi úrslit en það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur núna. Við verðum bara að bíta á jaxlinn og bæta okkur allir saman," sagði Inzaghi.

„Við náðum að skapa okkur fullt af færum í þessum leik en fótbolti er fullur að litlum ákvörðunum sem breyta öllu og þetta gekk ekki upp. Við erum samt allir sameinaðir að baki Leonardo," sagði Inzaghi en Brasilíumaðurinn sem tók við af Carlo Ancelotti hefur ekki átt marga sæludaga til þessa í starrfinu hjá AC Milan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×