Fótbolti

UEFA kærir framkomu Drogba og Bosingwa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba gæti fengið nokkra leikja bann.
Didier Drogba gæti fengið nokkra leikja bann. Mynd/AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að taka fyrir mál þeirra Didier Drogba og José Bosingwa fyrir aganefnd sambandsins en þeir félagar gengu mjög langt í mótmælum sínum eftir seinni leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea fær einnig refsingu fyrir hegðun stuðningsmanna sinna en þeir létu öllum illum látum og hentu hlutum inn á völlinn í átt að norska dómaranum Tom Henning Ovrebo.

Bæði Didier Drogba og José Bosingwa létu þung orð falla og mátti heyra vel í Drogba í beinni útsendingu sjónvarpsins. Þeir eru báðir kærðir fyrir óíþróttamannslega hegðun gagnvart dómara leiksins.

Málið verður tekið fyrir af Aganefnd UEFA á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×