Skandínavíski bankinn Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta er ein besta niðurstaða bankans í sögu hans.
Tíðindin af hálfsársuppgjöri bankans vöktu gríðarlega ánægju í Danmörku í gær en hagnaðurinn samsvarar tæpum 111 milljörðum íslenskra króna. Fögnuðurinn yfir Nordea og öðrum dönskum bönkum, sem sýna ágætt árshelmingsuppgjör, stóð hins vegar ekki lengi yfir því danska blaðið Information segir að hagnaður bankanna sé að miklu leyti kominn til vegna himinnháa útlánsvaxta, sem séu langtum hærri en að meðaltali í evruríkjunum.
Og það leikur danskt efnahagslíf grátt og kostar um það bil 10 þúsund störf, að mati Samtaka atvinnulífsins í Danmörku. Samtökin telja að fyrirtækin í landinu eigi í stórkostlegum vandræðum með samskipti við bankana. Ýmist fái þau alls ekki bankalán eða að vextirnir séu langt yfir evrumeðaltalinu. Samtökin telja að þetta sé óforsvaranlegt þegar fyrirtækin þurfa á sama tíma að glíma við erfiðleika vegna aðstæðna á alþjóðamörkuðum.
Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent