Fótbolti

Sir Alex Ferguson: Við megum ekki fá á okkur mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, leggur mikla áherslu á það að liðið hans fá ekki á sig mark á móti Arsenal í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford í kvöld.

„Bæði lið verða varkárari og reyna passa sig á því að fá ekki á sig mark og þá sérstaklega á heimavelli. Það verður lykillinn í þessm leikjum," sagði Ferguson.

„Við verðum að vinna án þess að fá á okkur mark. Ég yrði himinlifandi með að vinna leikinn í kvöld 1-0 og taka það forskot með okkur á Emirates," sagði Ferguson.

Ferguson er á því að sigurinn á móti Tottenham um helgina, þar sem liðið skoraði fimm mörk í seinni hálfeik, sýni að það séu engin þreytumerki á United-liðinu þrátt fyrir mikið álag í vetur.

„Ef við horfum á liðin og leikmennina þá má segja að þetta sé nánast fullkominn undanúrslitaleikur. Þarna verða fullt af frábærum fótboltamönnum og bæði lið spila flottan fótbolta," sagði Ferguson sem bíður spenntur eftir leiknum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir því að Arsenal reynir alltaf að spila skemmtilegan bolta og þetta gæti orðið mjög flottur leikur. Ég vona samt að við spilum frábæran fótbolta og vinnum," sagði Skotinn gamalreyndi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×