Fótbolti

Hótanir á Facebook: Drepum Tom Hening Øvrebø

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Henning Øvrebø í búningi Barcelona.
Tom Henning Øvrebø í búningi Barcelona.

Norska dómaranum Tom Henning Øvrebø hefur borist fjölmargar hótanir á internetinu nú í morgun, ekki síst á vefsamfélaginu Facebook.

Nægir að slá inn nafn norska dómarans í leitarstiku Facebook til að sjá hvaða hópar (e. groups) hafa verið stofnaðir um Øvrebø. Flestir í þeim tilgangi að lýsa vonbrigðum sínum með dómarann, fá hann rekinn eða hreinlega dauðann.

Einn hópurinn ber nafnið „KILL TOM HENNING OVREBO", annar „TOM HENNING OVREBO MUST DIE" og svo framvegis.

Einn ákvað að klæða Øvrebø í búning Barcelona en flestir láta sér þó nægja að lýsa óánægju sinni með frammistöðu dómarans í leik Chelsea og Barcelona í gær.

Einhverjir hópar hafa þó verið stofnaðir í þeim tilgangi að lýsa stuðningi eða jafnvel aðdáun sinni á norska dómaranum.

Norska lögreglan hefur sagt að hún fylgist grannt með gangi mála og taki allar hótanir í garð dómarans mjög alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×