Fótbolti

Wenger: Stáltaugar hjá ungu strákunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinir ungu leikmenn Arsenal sýndu stáltaugar á vítapunktinum í kvöld.
Hinir ungu leikmenn Arsenal sýndu stáltaugar á vítapunktinum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að rifna úr stolti eftir dramatískan sigur Arsenal á Roma eftir vítaspyrnukeppni. Hann hrósaði guttunum sínum í hástert.

„Við klúðruðum fyrsta vítinu en ég verð að hrósa stáltaugunum sem strákarnir sýndu í vítakeppninni. Það er eitthvað þarna inni sem brýst út og ber vott um gríðarlegan andlegan styrk," sagði Wenger.

„Það hefur oft verið efast um að þetta lið hafi ekki nógu sterkan karakter en ég hef sagt síðan í nóvember að við séum geysilega sterkir."

Arsenal sýndi ekki sitt besta í sókninni í kvöld en varðist ágætlega.

„Þetta var mjög tæpt. Við vorum stressaðir í byrjun og gáfum þeim mark. Það var erfitt að stýra liðinu í kvöld og tók mjög á taugarnar. Strákarnir stóðu sig vel og vörðust sérstaklega vel. Við ætlum okkur alla leið í úrslitaleikinn en förum okkur hægt og byrjum núna að hugsa um leikinn gegn Blackburn í deildinni," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×