Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings 25. desember 2009 13:05 Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira