Fótbolti

Ronaldo: Menn mega ekki vanmeta ítölsku félögin

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/AFP

Stórstjarnan Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid er bjartsýnn á gott gengi spænska félagsins í Meistaradeildinni en liðið mætir franska félaginu Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ronaldo varar hins vegar við því að ítölsku félögin sem eftir eru í keppninni séu skeinuhætt og á þá sérstaklega við Mílanó-félögin AC Milan og Inter.

„Það vilja auðvitað allir komast í úrslitaleikinn í Madrid og við erum engin undantekning með það en ég myndi ráðleggja andstæðingum ítölsku félaganna að fara varlega. Menn mega ekki vanmeta ítölsku félögin.

Manchester United er vissulega sterkara en AC Milan á pappírunum en þegar inn á völlinn er komið er AC Milan virkilega erfiður andstæðingur. Það sama er að segja um Inter og ég held raunar að það séu um helmings líkur á því að Chelsea nái að komast framhjá Inter," segir Ronaldo í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×