Þjóðin á listaverkin í bönkunum Svavar Gestsson skrifar 19. júlí 2010 06:00 Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun