Góð frjálshyggja, vont fólk? 17. ágúst 2010 06:00 Þorsteinn Siglaugsson fór fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að frjálshyggjan yrði hreinsuð af ásökunum um að hafa átt einhvern þátt í efnahagshruni Íslands. Þetta er að sjálfsögðu fróm og góð bón þess sem hefur góðan málstað að verja. Stalín var einn í heiminumÞegar farið var að vinda ofan af ógnarverkum Stalíns og einræðisstjórnar hans fór fljótlega að bera á því meðal margra vinstri manna að þetta hefði nú ekki verið kommúnismanum að kenna heldur ofsóknaróða klikkhausnum Stalín. Núna er víst ekkert frjálshyggjunni að kenna heldur vondum einstaklingum sem gáfu skít í hina hreinu hugmyndafræði.Athyglisverðast í grein Þorsteins að mínu mati eru ekki orsakaskýringarnar á hruninu heldur það sem hann skautar yfirborðskennt yfir til að byrja með og tengir á undarlegan hátt að lokum við hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Rétt áður en Þorsteinn varpar fram þrefaldri orsakaskýringu á hruninu (röng peningamálastefna, óábyrg efnahagsstjórn og óhagkvæmar ríkisfjárfestingar) skautar hann yfir frátalda „spillingu og reynsluleysi eftirlitsaðila og stjórnmálamanna.“Ég er ekki ósammála að ríkisbatteríinu hafi verið illa stjórnað en finnst áhugavert hvernig hann setur fram orsakasamhengi og þá sérstaklega sem snýr að jafn yfirgripsmikilli hugmyndafræði og frjálshyggjan er. Það sem má glöggt lesa út úr ummælum hans (eins og svo ótalmargra undanfarin ár) er að þetta hafi ekkert með stefnuna að gera heldur hafi óprúttnir aðilar misnotað aðstöðu sína. Frjálshyggjan er hugmyndafræði sem trúir því að (flest)öll ríkisafskipti séu slæm í eðli sínu, ef ekki hreinræktað ofbeldi.Hugmyndafræðin er í eðli sínu á móti öllu regluverki sem getur haft einhver áhrif á eða hindrað frjálsa einstaklinga í að fara sínu fram þegar þeir vilja fara sínu fram. Eftir að stjórnvöld á sínum tíma, þá Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, höfðu einkavætt bankana með svona glimrandi árangri tóku frjálsir andar til við að gera það sem þeim sýndist. Fólk í viðskiptum komst upp með að gera það sem því sýndist af því að yfirvöldin sem gáfu því bankana sáu til þess að þau yrðu ekkert trufluð við gróðabrallið í formi regluverks og eftirlits. Samkvæmt hugmyndafræðinni átti markaðurinn að hafa eftirlit með sjálfum sér og hver heilvita manneskja sér hversu gott fyrirkomulag það hlýtur að vera.Hugmyndafræði einstaklingaSpillingin og eftirlitsleysið stóð ekkert fyrir utan hugmyndafræði frjálshyggjunnar heldur er möguleikinn á að misnota aðstæður hluti af kerfinu sjálfu. Spillingin þreifst í skjóli þess að ekkert var þess megnugt að afhjúpa hana og koma böndum yfir hana. Hægri öfl höfðu markvisst dregið úr öllu regluverki og öllu eftirliti sem er venjulega hugsað til þess að reyna að lágmarka spillingu. Eftirlitsstofnanir voru sjálfstæðar að nafninu til en um leið voru þær háðar fjárveitingum frá Alþingi og sjálfstæði þeirra í raun lítið. Enda kom það í ljós þegar farið var að skoða málin að stofnun á borð við Fjármálaeftirlitið var allskostar óhæf til þess að gera eitt né neitt, það sama átti við um fleiri stofnanir.Stjórnmálamenn voru þannig að framfylgja hugmyndafræðinni þegar þeir drógu úr öllu regluverki og eftirliti sem hugsað var til að takmarka frelsi sumra einstaklinga til þess að skaða aðra einstaklinga. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar lagði spillingunni til þann farveg sem hún rann óhindrað eftir.Það sem einkennir hugmyndafræði er það hversu umlykjandi hún er. Heimsmynd fólks mótast af hugmyndafræði og margir ganga ótrúlega langt til þess að verja heimsmynd sína hverju sinni. Vinstri menn gerðust sekir um þetta með kommúnismann og hægri menn nú með frjálshyggjuna. Skýringar á hruninu hafa meira að segja fylgt hugmyndafræði frjálshyggju og einstaklingshyggju í svo fullkominni blindni að á tímabili var talað um „siðblindu“ sem helstu orsök hrunins. Að tala um einstaklingsbundna siðblindu er náttúrulega ekkert annað en friðþæging fjöldans sem tók þátt í að skapa kerfið. Og um leið og slíkum einstaklingsmiðuðum skýringum er haldið fram viðheldur það kerfinu sem það þykist vera að gera upp við. Þetta var jú engum að kenna nema þessum siðspilltu klikkhausum.Þorsteinn endar grein sína á að tala um að sjálfstæðismenn þurfi ekki að gera upp við hugmyndafræðina heldur hvernig þeir hafi vikið frá henni. Stjórnvöld, með sjálfstæðismenn í broddi fylkingar, aðhylltust um langt skeið kenningar frjálshyggjunnar og hrintu þeim í margvíslegu formi í framkvæmd. Einkavæðing, afnám regluverks og eftirlits vegur þar þyngst. Ef sjálfstæðismenn endurskoða ekki hugmyndir sínar um frjálshyggjuna sem og samspil einstaklinga og hugmyndafræði mun ekkert breytast hjá stórum hópi fólks. Eftir stendur fögur heimsmynd og sviðin jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Siglaugsson fór fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að frjálshyggjan yrði hreinsuð af ásökunum um að hafa átt einhvern þátt í efnahagshruni Íslands. Þetta er að sjálfsögðu fróm og góð bón þess sem hefur góðan málstað að verja. Stalín var einn í heiminumÞegar farið var að vinda ofan af ógnarverkum Stalíns og einræðisstjórnar hans fór fljótlega að bera á því meðal margra vinstri manna að þetta hefði nú ekki verið kommúnismanum að kenna heldur ofsóknaróða klikkhausnum Stalín. Núna er víst ekkert frjálshyggjunni að kenna heldur vondum einstaklingum sem gáfu skít í hina hreinu hugmyndafræði.Athyglisverðast í grein Þorsteins að mínu mati eru ekki orsakaskýringarnar á hruninu heldur það sem hann skautar yfirborðskennt yfir til að byrja með og tengir á undarlegan hátt að lokum við hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Rétt áður en Þorsteinn varpar fram þrefaldri orsakaskýringu á hruninu (röng peningamálastefna, óábyrg efnahagsstjórn og óhagkvæmar ríkisfjárfestingar) skautar hann yfir frátalda „spillingu og reynsluleysi eftirlitsaðila og stjórnmálamanna.“Ég er ekki ósammála að ríkisbatteríinu hafi verið illa stjórnað en finnst áhugavert hvernig hann setur fram orsakasamhengi og þá sérstaklega sem snýr að jafn yfirgripsmikilli hugmyndafræði og frjálshyggjan er. Það sem má glöggt lesa út úr ummælum hans (eins og svo ótalmargra undanfarin ár) er að þetta hafi ekkert með stefnuna að gera heldur hafi óprúttnir aðilar misnotað aðstöðu sína. Frjálshyggjan er hugmyndafræði sem trúir því að (flest)öll ríkisafskipti séu slæm í eðli sínu, ef ekki hreinræktað ofbeldi.Hugmyndafræðin er í eðli sínu á móti öllu regluverki sem getur haft einhver áhrif á eða hindrað frjálsa einstaklinga í að fara sínu fram þegar þeir vilja fara sínu fram. Eftir að stjórnvöld á sínum tíma, þá Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, höfðu einkavætt bankana með svona glimrandi árangri tóku frjálsir andar til við að gera það sem þeim sýndist. Fólk í viðskiptum komst upp með að gera það sem því sýndist af því að yfirvöldin sem gáfu því bankana sáu til þess að þau yrðu ekkert trufluð við gróðabrallið í formi regluverks og eftirlits. Samkvæmt hugmyndafræðinni átti markaðurinn að hafa eftirlit með sjálfum sér og hver heilvita manneskja sér hversu gott fyrirkomulag það hlýtur að vera.Hugmyndafræði einstaklingaSpillingin og eftirlitsleysið stóð ekkert fyrir utan hugmyndafræði frjálshyggjunnar heldur er möguleikinn á að misnota aðstæður hluti af kerfinu sjálfu. Spillingin þreifst í skjóli þess að ekkert var þess megnugt að afhjúpa hana og koma böndum yfir hana. Hægri öfl höfðu markvisst dregið úr öllu regluverki og öllu eftirliti sem er venjulega hugsað til þess að reyna að lágmarka spillingu. Eftirlitsstofnanir voru sjálfstæðar að nafninu til en um leið voru þær háðar fjárveitingum frá Alþingi og sjálfstæði þeirra í raun lítið. Enda kom það í ljós þegar farið var að skoða málin að stofnun á borð við Fjármálaeftirlitið var allskostar óhæf til þess að gera eitt né neitt, það sama átti við um fleiri stofnanir.Stjórnmálamenn voru þannig að framfylgja hugmyndafræðinni þegar þeir drógu úr öllu regluverki og eftirliti sem hugsað var til að takmarka frelsi sumra einstaklinga til þess að skaða aðra einstaklinga. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar lagði spillingunni til þann farveg sem hún rann óhindrað eftir.Það sem einkennir hugmyndafræði er það hversu umlykjandi hún er. Heimsmynd fólks mótast af hugmyndafræði og margir ganga ótrúlega langt til þess að verja heimsmynd sína hverju sinni. Vinstri menn gerðust sekir um þetta með kommúnismann og hægri menn nú með frjálshyggjuna. Skýringar á hruninu hafa meira að segja fylgt hugmyndafræði frjálshyggju og einstaklingshyggju í svo fullkominni blindni að á tímabili var talað um „siðblindu“ sem helstu orsök hrunins. Að tala um einstaklingsbundna siðblindu er náttúrulega ekkert annað en friðþæging fjöldans sem tók þátt í að skapa kerfið. Og um leið og slíkum einstaklingsmiðuðum skýringum er haldið fram viðheldur það kerfinu sem það þykist vera að gera upp við. Þetta var jú engum að kenna nema þessum siðspilltu klikkhausum.Þorsteinn endar grein sína á að tala um að sjálfstæðismenn þurfi ekki að gera upp við hugmyndafræðina heldur hvernig þeir hafi vikið frá henni. Stjórnvöld, með sjálfstæðismenn í broddi fylkingar, aðhylltust um langt skeið kenningar frjálshyggjunnar og hrintu þeim í margvíslegu formi í framkvæmd. Einkavæðing, afnám regluverks og eftirlits vegur þar þyngst. Ef sjálfstæðismenn endurskoða ekki hugmyndir sínar um frjálshyggjuna sem og samspil einstaklinga og hugmyndafræði mun ekkert breytast hjá stórum hópi fólks. Eftir stendur fögur heimsmynd og sviðin jörð.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun