Sautján veigamiklar ástæður hrunsins 16. júní 2010 06:00 Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun