Þórhildur Þorleifsdóttir: Úr viðjum vanans 29. apríl 2010 09:01 Fjármálaráðuneytið tilkynnti nýlega um skipan starfshóps um breytingar á skattakerfinu. Hæstvirtur fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir skipan hópsins þótt tilnefningaraðilar eigi líka hlut að máli. Í tilkynningunni mátti sjá svart á hvítu að hópurinn var skipaður fimm körlum og einni konu. Margir trúðu vart sínum eigin augum. Þetta er náttúrulega alvarlegt brot á lögum nr. 10/2008 auk þess að vera í hróplegu ósamræmi við nýleg lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum og ráðum. Það má vel vera að þessi gjörð fjármálaráðherra verði ómerkt og hann iðrist, bæti ráð sitt og ákveði að fara að íslenskum lögum og hefur kannski þegar gert það. En þrátt fyrir allt er þetta lögbrot fjármálaráðherrans ekki aðalatriði málsins, né heldur að þessi skipan skuli ganga átölulaust fyrir sig í gegnum alla stjórnsýsluna, allt til ráðherra. Aðalatriðið, og í raun mergurinn málsins, er að þessi gjörð lýsir hugarheimi þeirra sem hlut áttu að máli. Hugarheimi sem bundinn er í viðjum vanans og hefðbundinnar menningar og er í raun allsráðandi. Vís maður sagði: "Góð meining enga gjörir stoð." Orðum verða að fylgja athafnir.HugmyndaheimurNú fer í hönd tími uppgjörs og endurskoðunar. Þar fer lítið fyrir umræðu eða skoðun á undirstöðum hugmyndaheimsins sjálfs. Það á að lappa upp á, en ekki að takast á við grundvöll hugmyndanna sem byggt var á og urðu okkur að falli. Til að orða það umbúðalaust. Karlveldið sjálft. Birtist það okkur ekki grímulaust í hruninu? Flest virðist hníga í þá átt að það ætli að standa af sér sviptingarnar og sé tekið til við það á fullu að hreiðra um sig á nýjan leik. Lofar bara bót og betrun og ætlar að bæta siðferðið og haga sér skár. Herða aðeins leikreglurnar, setja strangari lög - og fara eftir þeim! Alt er þetta gott og blessað - en snertir ekki undirstöðurnar, sjálfan hugmyndaheiminn.Ríkjandi hugmyndir alls staðar í heiminum eru byggðar á karlveldi, sem vissulega tekur á sig ýmsar birtingarmyndir og má þar nefna mismunandi hugmyndir um skiptingu gæða jarðarinnar. En það hefur staðið meira af sér en hrun einnar smáþjóðar. Trúarbrögð, hagfræðikenningar, lýðræðis- og mannréttindahugmyndir hafa ekki haggað því mikið. Aðeins mýkt ásýnd þess. En ruglum ekki saman karlveldi, sem er hugmyndaheimur - menning, og einstaklingum. Þetta snýst ekki um "vonda karla" og "góðar konur". Konur aðhyllast líka hugmyndir karlveldisins, enda aldar upp í þeirri menningu, líkt og karlmenn. Nei, þetta snýst um hugmyndir - ekki einstaklinga.Að sigra eða tapaEn gleymum því ekki að hugmyndir karlveldisins grundvallast á fornri og nýrri hernaðarhyggju, landvinningum og yfirráðum yfir auðlindum og mannauði. Obbi karlmanna er alinn upp til að fara út á völlinn og þar gildir sá einfaldi sannleiki að sigra eða tapa, að drepa eða vera drepinn. Þetta gegnsýrir hugmyndir karla sem ráða heiminum - hugarfar hernaðar. Hvað kemur þetta nú okkur á Íslandi við eða skipan eins starfshóps. Er ekki full langt seilst kann einhver að spyrja. Ekki held ég það. Íslendingar eru ekki einir í heiminum og hafa ekki mótað þá hugmyndafræði sem þeir lúta. En þeir eru svo sannarlega afsprengi hennar eins og dæmin sanna. Hér er ekki verið að gera fjármálaráðherra eða stjórnsýsluna að blórabögglum. Hann, stjórnsýslan og kannski þjóðin öll er afsprengi hugmyndafræði sem er svo samofin menningu okkar að við veitum henni ekki athygli og lítum kannski á eins og náttúruafl. Voru fjármálamennirnir ekki alveg í stíl hernaðarhyggjunar. Óðu út á vígvöllinn - auðvitað til að sigra, eins og allir ætla sér á þeim velli, en höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu. Fáir efuðust um erindi þeirra og hefðu líklega aldrei agnúast út í það, ef þeir hefðu ekki tapað. Sigurvegarar eru hylltir. Það er ekki nema þeir tapi sem óánægjan brýst út.Smáþjóð í sjálfsskoðunEn óánægjan virðist ekki ætla að leiða til þess að kafa nógu djúpt, skoða nógu vel og spyrja grundvallarspurninga. Við virðumst ætla að láta nægja að lappa upp á, laga þetta og hitt, þar á meðal stjórnarskrána, en skirrast við að ráðast að grundvellinum sjálfum. Hugmyndaheiminum. Fyrir hrun var um fátt talað meir en peninga og hvað við ættum mikið af þeim og sífellt meira. Eftir hrun er um fátt talað meir en peninga, en nú hvað við eigum lítið af þeim. Þessi umræða er svo krydduð kröfum um bætt siðferði og betri reglur. Allt gott um það. En karlveldið blívur og hugmyndaheimurinn er sá sami.Heilt samfélag hrundi og er ein rjúkandi rúst - ekki bara efnahagslega heldur menningar- og hugmyndafræðilega. Það gerist sem betur fer ekki oft í lífi hverrar þjóðar. Því þá ekki að nota þetta einstaka tækifæri til að skyggnast raunverulega í líf okkar og menningu. Draga okkur sjálf upp á hárinu og snúa innhverfunni út. Horfast svo í augu við það sem við finnum og sjáum. Smáþjóð veltir ekki elsta og áhrifaríkasta valdakerfi sögunnar, en við getum horfst í augu við það og tekist á við það. Til þess þarf umræðu og miskunnarlausa sjálfskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tilkynnti nýlega um skipan starfshóps um breytingar á skattakerfinu. Hæstvirtur fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir skipan hópsins þótt tilnefningaraðilar eigi líka hlut að máli. Í tilkynningunni mátti sjá svart á hvítu að hópurinn var skipaður fimm körlum og einni konu. Margir trúðu vart sínum eigin augum. Þetta er náttúrulega alvarlegt brot á lögum nr. 10/2008 auk þess að vera í hróplegu ósamræmi við nýleg lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum og ráðum. Það má vel vera að þessi gjörð fjármálaráðherra verði ómerkt og hann iðrist, bæti ráð sitt og ákveði að fara að íslenskum lögum og hefur kannski þegar gert það. En þrátt fyrir allt er þetta lögbrot fjármálaráðherrans ekki aðalatriði málsins, né heldur að þessi skipan skuli ganga átölulaust fyrir sig í gegnum alla stjórnsýsluna, allt til ráðherra. Aðalatriðið, og í raun mergurinn málsins, er að þessi gjörð lýsir hugarheimi þeirra sem hlut áttu að máli. Hugarheimi sem bundinn er í viðjum vanans og hefðbundinnar menningar og er í raun allsráðandi. Vís maður sagði: "Góð meining enga gjörir stoð." Orðum verða að fylgja athafnir.HugmyndaheimurNú fer í hönd tími uppgjörs og endurskoðunar. Þar fer lítið fyrir umræðu eða skoðun á undirstöðum hugmyndaheimsins sjálfs. Það á að lappa upp á, en ekki að takast á við grundvöll hugmyndanna sem byggt var á og urðu okkur að falli. Til að orða það umbúðalaust. Karlveldið sjálft. Birtist það okkur ekki grímulaust í hruninu? Flest virðist hníga í þá átt að það ætli að standa af sér sviptingarnar og sé tekið til við það á fullu að hreiðra um sig á nýjan leik. Lofar bara bót og betrun og ætlar að bæta siðferðið og haga sér skár. Herða aðeins leikreglurnar, setja strangari lög - og fara eftir þeim! Alt er þetta gott og blessað - en snertir ekki undirstöðurnar, sjálfan hugmyndaheiminn.Ríkjandi hugmyndir alls staðar í heiminum eru byggðar á karlveldi, sem vissulega tekur á sig ýmsar birtingarmyndir og má þar nefna mismunandi hugmyndir um skiptingu gæða jarðarinnar. En það hefur staðið meira af sér en hrun einnar smáþjóðar. Trúarbrögð, hagfræðikenningar, lýðræðis- og mannréttindahugmyndir hafa ekki haggað því mikið. Aðeins mýkt ásýnd þess. En ruglum ekki saman karlveldi, sem er hugmyndaheimur - menning, og einstaklingum. Þetta snýst ekki um "vonda karla" og "góðar konur". Konur aðhyllast líka hugmyndir karlveldisins, enda aldar upp í þeirri menningu, líkt og karlmenn. Nei, þetta snýst um hugmyndir - ekki einstaklinga.Að sigra eða tapaEn gleymum því ekki að hugmyndir karlveldisins grundvallast á fornri og nýrri hernaðarhyggju, landvinningum og yfirráðum yfir auðlindum og mannauði. Obbi karlmanna er alinn upp til að fara út á völlinn og þar gildir sá einfaldi sannleiki að sigra eða tapa, að drepa eða vera drepinn. Þetta gegnsýrir hugmyndir karla sem ráða heiminum - hugarfar hernaðar. Hvað kemur þetta nú okkur á Íslandi við eða skipan eins starfshóps. Er ekki full langt seilst kann einhver að spyrja. Ekki held ég það. Íslendingar eru ekki einir í heiminum og hafa ekki mótað þá hugmyndafræði sem þeir lúta. En þeir eru svo sannarlega afsprengi hennar eins og dæmin sanna. Hér er ekki verið að gera fjármálaráðherra eða stjórnsýsluna að blórabögglum. Hann, stjórnsýslan og kannski þjóðin öll er afsprengi hugmyndafræði sem er svo samofin menningu okkar að við veitum henni ekki athygli og lítum kannski á eins og náttúruafl. Voru fjármálamennirnir ekki alveg í stíl hernaðarhyggjunar. Óðu út á vígvöllinn - auðvitað til að sigra, eins og allir ætla sér á þeim velli, en höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu. Fáir efuðust um erindi þeirra og hefðu líklega aldrei agnúast út í það, ef þeir hefðu ekki tapað. Sigurvegarar eru hylltir. Það er ekki nema þeir tapi sem óánægjan brýst út.Smáþjóð í sjálfsskoðunEn óánægjan virðist ekki ætla að leiða til þess að kafa nógu djúpt, skoða nógu vel og spyrja grundvallarspurninga. Við virðumst ætla að láta nægja að lappa upp á, laga þetta og hitt, þar á meðal stjórnarskrána, en skirrast við að ráðast að grundvellinum sjálfum. Hugmyndaheiminum. Fyrir hrun var um fátt talað meir en peninga og hvað við ættum mikið af þeim og sífellt meira. Eftir hrun er um fátt talað meir en peninga, en nú hvað við eigum lítið af þeim. Þessi umræða er svo krydduð kröfum um bætt siðferði og betri reglur. Allt gott um það. En karlveldið blívur og hugmyndaheimurinn er sá sami.Heilt samfélag hrundi og er ein rjúkandi rúst - ekki bara efnahagslega heldur menningar- og hugmyndafræðilega. Það gerist sem betur fer ekki oft í lífi hverrar þjóðar. Því þá ekki að nota þetta einstaka tækifæri til að skyggnast raunverulega í líf okkar og menningu. Draga okkur sjálf upp á hárinu og snúa innhverfunni út. Horfast svo í augu við það sem við finnum og sjáum. Smáþjóð veltir ekki elsta og áhrifaríkasta valdakerfi sögunnar, en við getum horfst í augu við það og tekist á við það. Til þess þarf umræðu og miskunnarlausa sjálfskoðun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun